Fara í efni
Íþróttir

„Maður er aftur orðinn nýliði í landsliðinu“

Oddur Gretarsson fyrir utan hótel landsliðsins í Kaíró í gær. Ljósmynd: Ívar Benediktsson.

Oddur Gretarsson tekur nú þátt í stórmóti með landsliðinu í handbolta í fyrsta skipti í átta ár. „Maður er aftur orðinn nýliði í landsliðinu, bara aðeins reyndari nýliði en fyrir áratug eða svo,“ sagði Oddur og brosti, í samtali við Ívar Benediktsson, ritstjóra vefmiðilsins handbolti.is fyrir utan hótel íslenska landsliðsins í handknattleik í Kaíró í gær. HM hefst í dag.

Síðasta stórmót Odds var Evrópumótið 2012. Fjórir aðrir eru í landsliðinu nú sem voru á EM 2012;  Alexander Petersson, Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson.

Akureyri.net hvetur áhugamenn um handbolta til að fylgjast grannt með umfjöllun Ívars Benediktssonar á handbolti.is, enda er hann eini íslenski blaðamaðurinn sem fór utan til að fylgjast með mótinu, fyrir utan starfsmenn Ríkisútvarpsins sem senda leikina beint út í útvarpi og sjónvarpi.

Viðtalið við Odd