Fara í efni
Íþróttir

Maddie og Baldur Örn mikilvægust hjá Þór

Meistaraflokkar Þórs í körfuknattleik á lokahófi deildarinnar á laugardag. Mynd: Guðjón Andri Gylfason - thorsport.is.

Maddie Sutton og Baldur Örn Jóhannesson voru verðlaunuð á lokahófi körfuknattleiksdeildar Þórs á laugardag sem mikilvægustu leikmenn liða Þórs á nýafstöðnu keppnistímabili. 

Kvennalið Þórs fór sem kunnugt er í úrslitaleik bikarkeppninnar, VÍS-bikarsins. Liðið endaði í 7. sæti Subway-deildarinnar, en mátti játa sig sigrað gegn Grindvíkingum í átta liða úrslitum. Karlalið Þórs tók mikið stökk frá slökum árangri í fyrra, náði 5. sæti 1. deildarinnar, sigraði Skallagrím í oddaleik í átta liða úrslitum, en laut í lægra haldi gegn ÍR-ingum í undanúrslitum í umspili um laust sæti í efstu deild.

Tilkynnt var um verðlaunahafa liðanna á lokahófi á laugardagskvöldið:

  • Mikilvægasti leikmaður: Maddie Sutton
  • Besti varnarmaður: Eva Wium Elíasdóttir
  • Efnilegasti leikmaður: Emma Karólína Snæbjarnardóttir

  • Mikilvægasti leikmaður: Baldur Örn Jóhannesson
  • Besti varnarmaður: Jason Gigliotti
  • Efnilegasti leikmaður: Reynir Róbertsson

Þrjú fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð 100 leikja markinu, þau Eva Wium Elíasdóttir, Karen Lind Helgadóttir og Baldur Örn Jóhannesson.

Nánar á vef félagsins