Fara í efni
Íþróttir

Loksins! Sannarlega langþráður sigur

Dúi Þór Jónsson leik mjög vel með Þórsliðinu í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Dúi Þór Jónsson leik mjög vel með Þórsliðinu í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar eru komnir á blað í Subway deildinni í körfubolta, efstu deild Íslandsmótsins. Eftir tap í fyrstu 10 leikjum vetrarins brutu þeir ísinn í kvöld með því að sigra Grindvíkinga í íþróttahöllinni á Akureyri – 82:80. Sannarlega langþráð stund og ánægjuleg.

Þórsarar hafa verið í miklum mótbyr í vetur, ekki síst vegna ótrúlegrar óheppni með meiðsli erlendra leikmanna en ná vonandi að fylgjast þessum fyrsta sigri eftir. Grindvíkingar, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, eru með hörkulið og unnu Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn í síðasta leik.

Leikurinn í kvöld var jafn allan tímann. Þórsarar voru þremur stigum yfir í hálfleik, 40:37, en Grindvíkingar komust nokkrum stigum yfir snemma í þriðja leikhluta. Að honum loknum var hins vegar orðið jafnt og Þórsarar voru sterkari í síðasta fjórðungnum. Spennan var mikil undir lokin, og fögnuðurinn mikill að sama skapi þegar leiktíminn rann út.

Næsti leikur Þórs er á mánudagskvöldið, 10. janúar, þegar Tindastóll frá Sauðárkróki kemur í heimsókn.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Viðtöl við Bjarka Ármann Oddsson, þjálfara Þórs og afmælisbarn dagsins, og Dúa Þór Jónsson leikmann Þórs - HÉR, á heimasíðu Þórs.

Ítarlega umfjöllun um leikinn á Vísi má sjá hér