Fara í efni
Íþróttir

Lið Tartu Valk of stór biti fyrir SA Víkinga

Lið Tartu Valk of stór biti fyrir SA Víkinga

Lið Tartu Valk frá Eistlandi var of stór biti fyrir karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkinga, í þriðja og síðasta leik Strákanna okkar í Continental Cup, Evrópukeppni meistaraliða, í Búlgaríu í gær.

Eistarnir unnu öruggan sigur, 8:0, en SA átti þó hvorki fleiri né færri en 25 skot í leiknum en leikmenn Tartu Valk 30. Ingvar Þór Jónsson var besti leikmaður SA í gær að því er fram kemur á Facebook síðu félagsins.