Fara í efni
Íþróttir

Lið KA/Þórs sá aldrei til sólar gegn Haukum

Isabella Fraga, leikmaður KA/Þórs, brýst í gegnum vörn Hauka í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þ​ór var engin fyr­ir­staða fyrir Hauka þegar liðin mættust í dag í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, í KA-heimilinu.Gestirnir úr Hafnarfirði unnu stórsigur, 32:19, eftir að staðan í hálfleik var 16:5.

Hvorki gekk né rak hjá heimaliðinu á upphafskaflanum og Haukar komust í 5:0. Eftir 19 mínútur var staðan orðin 11:2, þá var fyrir löngu ljóst hvert stefndi en vont varð verra í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur 17 mörk en í lokin munaði 13 mörkum.

KA/Þór er áfram í sjöunda og næst neðsta sæti með fimm stig. Hauk­ar eru í öðru sæti með 20 stig, tveim­ur stig­um á eft­ir toppliði Vals. 

Lydía Gunnþórsdóttir skorar úr víti í dag. Ljósmynd: Skapti

Mörk KA/Þ​órs: Lydía Gunnþórs­dótt­ir 5, Isa­bella Fraga 4, Rafa­ele Nascimento Fraga 3, Nathalia Soares Bali­ana 2, Bergrós Ásta Guðmunds­dótt­ir 2, Krist­ín A. Jó­hanns­dótt­ir 2, Aþena Ein­v­arðsdótt­ir 1.

Var­in skot: Matea Lonac 12 (1 víti).

Matea Lonac sallaróleg í marki KA/Þórs í dag þótt Rakel Oddný Guðmundsdóttir sé komin í skotstöðu í hraðaupphlaupi. Matea gerði sér lítið fyrir og varði í þetta sinn en það skipti ekki neinu máli þegar upp var staðið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.