Fara í efni
Íþróttir

Lið KA og KA/Þórs urðu bikarmeistarar

Bikarmeistarar KA í 3. flokki ásamt þjálfurunum Halldóri Stefáni Haraldssyni, Sverre Jakobssyni og Guðlaugi Arnarssyni. Mynd af vef HSÍ.
Strákarnir í 3. flokki KA urðu bikarmeistarar í handbolta um nýliðna helgi og stelpurnar á eldra ári í 6. flokki KA/Þórs sömuleiðis. Þá fengu KA strákar á yngri ári 5. flokks silfurverðlaun; töpuðu 15:14 fyrir Stjörnunni í framlengdum úrslitaleik.
 
Allir úrslitaleikir yngri flokkanna fóru fram í Laugardalshöllinni, eins og úrslitaleikirnir í meistaraflokkum.
 
KA-strákarnir unnu Fram 30:28 í mögnuðum úrslitaleik í 3. flokki. Dagur Árni Heimisson var valinn maður leiksins en hann gerði hvorki fleiri né færri en 16 mörk í úrslitaleiknum!
 
Stelpurnar unnu Fram 7:5 í úrslitaleik og fremst í flokki Akureyringanna fór Steinunn Harpa Heimisdóttir, sem stjórnaði spilinu og gerði flest mörkin. Hún er systir Dags Árna sem áður var getið. Þau systkinin eiga ekki langt að sækja handboltahæfileikana; foreldrar þeirra, Martha Hermannsdóttir og Heimir Örn Árnason, eru afreksfólk í greininni.
 

Bikarmeistarar KA/Þórs, lið eldra árs 6. flokks. Frá vinstri: Sunna Koldís Kristinsdóttir, Elsa Kristín Egilsdóttir, Rakel Sara Jônatansdóttir, Aþena Óskarsdóttir, Steinunn Harpa Heimisdóttir, Rannveig Sara Guðmundsdóttir, Arney Steinþórsdóttir, Júlía Margret Siguróladóttir, Lydia Ragnarsdóttir, Hildur Birta Stefànsdóttir. Mynd af vef HSÍ.

Bikarmeistarar KA í 3. flokki. Efri röð frá vinstri: Halldór Stefán Haraldsson, Eyþór Nói Tryggvason, Leó Friðriksson, Dagur Árni Heimisson, Arnar Elí Guðlaugsson, Magnús Dagur Jónatansson, Logi Gautason, Hugi Elmarsson, Sverre Jakobsson. Neðri röð frá vinstri: Almar Andri Þorvaldsson, Kristján Breki Pétursson, Óskar Þórarinsson, Úlfar Guðbjargarson, Skarphéðinn Ívar Einarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Þorsteinn Skaptason og Guðlaugur Arnarsson. Mynd af vef HSÍ.

KA-strákarnir á yngri ári í 5. flokki, sem fengu silfurverðlaun. Efri röð frá vinstri: Birnir Skúlason, Helgi Kort Gíslason, Ismael Orri Pétursson, Sindri Jóel Hjartarson, Emil Halldórsson, Þór Leví Arnarsson, Andri Snær Stefánsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Emil Ásberg Magnason, Elías Hjörleifsson, Sölvi Snær Andrason, Sigurður Hólmgrímsson, Róbert Darri Hafþórsson.

Glöð systkini í Laugardalshöll. Bjarki Fannar Heimisson og bikarmeistararnir Dagur Árni Heimisson og Steinunn Harpa Heimisdóttir.