Fara í efni
Íþróttir

KA burstaði Þrótt, Þór/KA vann en Þór tapaði

Pætur Petersen, færeyski framherjinn hjá KA, í leiknum gegn Þrótti í dag. Hann gerði tvö mörk.

Keppni hélt áfram í Lengjubikarkeppninni í fótbolta í dag. Lið KA og Þórs/KA unnu bæði en Þór tapaði.

  • KA - Þróttur Reykjavík 5:0

Færeyski framherjinn Pætur Petersen gerði tvö mörk fyrir KA og þeir Harley Willard, Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson sitt markið hver.  Leikið var á Greifavellinum nýja á KA-svæðinu. Færeyringurinn Pætur hefur þar með gert fjögur mörk fyrir KA í jafn mörgum leikjum í keppninni.

  • Þór - Fjölnir 1:2

Leikurinn fór fram í Boganum. Daninn Marc Rochester Sörensen gerði fyrsta mark sitt fyrir Þór þegar hann kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu en Bjarni Gunnarsson jafnaði fyrir gestina aðeins fimm mín. síðar. Það var svo á 85. mínútu að Bjarni Þór Hafstein tryggði Fjölnismönnum sigur með marki úr víti.

KA og Þór eru í sama riðli og mætast í Boganum á fimmtudaginn kemur, 2. mars, klukkan 19.30.

Smellið hér til að sjá allar upplýsingar um riðilinn

  • KR - Þór/KA 1:3

Stelpurnar okkar mættu Vesturbæjarliðinu á KR-vellinum. Heimamenn komust yfir en Sandra María Jessen jafnaði fyrir hlé. Í seinni hálfleik skoruðu svo þær Amalía Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir og tryggðu Þór/KA sigur.

Smellið hér til að sjá allar upplýsingar um riðilinn.