Fara í efni
Íþróttir

Leikur KA/Þórs í dag sýndur á netinu

Unnur Ómarsdóttir var glöð í bragði eftir leikinn í gær; KA/Þór vann glæsilegan sigur og hún var markahæst. Ljósmynd: Elvar Jónsteinsson.

Síðari leikur KA/Þórs gegn KHF í Evrópukeppni kvenna í handbolta fer fram í Kósóvó í dag og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Stelpurnar okkar unnu frækinn sigur í gær, 26:22, og hljóta því að teljast eiga góða möguleika á að komast áfram í keppninni. Eins og Andri Snær Stefánsson, þjálfari, benti á í samtali við Akureyri.net í gærkvöldi er þó bara hálfleikur og ekkert í hendi.

„Nú er bara hálfleikur og við notum tímann vel á milli leikja í endurheimt auk þess að skoða vel hvað við getum gert betur á morgun. Við eigum fullt af hlutum inni og ég vil fá enn betri leik á morgun. Við ætlum okkur klárlega að ná góðri vörn frá byrjun á morgun, það er lykillinn að sigri,“ sagði Andri Snær í gærkvöldi.

Ekki hefur fengist staðfest að leikurinn verði sýndur beint á sjónvarpsrás Handknattleikssambands Evrópu, EHF, og upplýsingar þar um hafa raunar ekki verið sjáanlegur á vef sambandsins. Leikurinn verður þó, skv. því sem næst verður komist, sýndur beint á vef sjónvarpsstöðvar í Kósóvó, eins og sá fyrri í gær. Smellið hér til að sjá beina útsendingu á netinu.

Umfjöllun Akureyri.net um Evrópuævintýrið:

Andri Snær: „Ég vil fá enn betri leik á morgun“

Glæsilegur sigur í Evrópuleiknum!

„Ákveðnar í að njóta hverrar mínútu“

Meistararnir búa sig undir Evrópuleikinn

Voru sólarhring á leiðinni til Istog

KA/Þór heldur á vit ævintýranna

Íslands- og bikarmeisturunum fannst heldur kalt í keppnishöllinni  í morgun. Aldís Ásta Heimisdóttir og Sigþór Árni Heimisson, aðstoðarþjálfari.

Beðið eftir morgunmatnum í morgun. Töluverðar líkur eru taldar á því að stelpurnar hafi notað tímann til að lesa fréttir á Akureyri.net! Ljósmyndir. Elvar Jónsteinsson.