Fara í efni
Íþróttir

Kvennalið SA varð deildarmeistari

Ragnhildur Kjartansdóttir fyrirliði SA með deildarbikarinn í gærkvöldi. Ljósmynd: Gunnar Jónatansson…
Ragnhildur Kjartansdóttir fyrirliði SA með deildarbikarinn í gærkvöldi. Ljósmynd: Gunnar Jónatansson.

Kvennalið Skautafélags Akureyrar varð í gærkvöldi deildarmeistari í íshokkí með því að sigra lið Fjölnis 4:2 í Egilshöll í Grafarvogi.

Fyrir tvo síðustu leikina var SA í öðru sæti og þurfti að sigra í báðum til að vinna deildina. Það gerðu stelpurnar með bravör; unnu fyrst Skautafélag Reykjavíkur 10:0 á föstudaginn á heimavelli og síðan Fjölni í gær.

Mörkin í gærkvöldi:

  • 0:1 Hilma Bergsdóttir (46 sek.)
  • 0:2 María Eiríksdóttir (7:45 mín.)
  • 0:3 Hilma Bergsdóttir (24:07 mín.)
  • 1:3 Sigrún Árnadóttir (26:14 mín.)
  • 2:3 Sigrún Árnadóttir (35:36 mín.)
  • 2:4 Katrín Björnsdóttir (59:51 mín.)

SA og Fjölnir mætast í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistararitilinn. Sigra þarf í þremur leikjum til að verða meistari og verður fyrsta úrslitarimmann í Skautahöllinni á Akureyri 5. apríl.

Deildarmeistararnir sigri hrósandi í gærkvöldi. Ljósmynd: Gunnar Jónatansson.