Fara í efni
Íþróttir

Kveðjuleik Alvaros frestað til 16.00

Alvaro Montejo fagnar marki gegn Aftureldingu á dögunum, öðru tveggja marka sem hann hefur gert í su…
Alvaro Montejo fagnar marki gegn Aftureldingu á dögunum, öðru tveggja marka sem hann hefur gert í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór átti að mæta Fjölni klukkan 13.00 í dag í Grafarvoginum í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, en leiknum hefur verið frestað til kukkan 16.00. Þórsarar fljúga suður í dag en seinka varð flugi vegna veðurs. Þótt sólin skíni skært og hiti á Akureyri sé nálægt 20 gráðum hefur verið ansi hvasst.

Þetta verður síðasti leikur spænska framherjans Alvaros Montejo Calleja með Þór, markahæsta leikmanns liðsins síðustu ár. Hann heldur heim á leið á morgun í frí og hyggst síðan taka fullan þátt í undirbúningi næsta keppnistímabils með Union Adarve, sem hann hefur leikið með suma undanfarna vetur, en liðið komst í vor upp í C-deild á Spáni.