Fara í efni
Íþróttir

Kristófer byrjaði gegn Noregi – Bjarni skoraði

Þórsararnir þrír sem komu við sögu í dag, frá vinstri: Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Kristófer Kristjánsson og Aron Ingi Magnússon. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsararnir Kristófer Kristjánsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon voru í eldlínunni í dag þegar landslið 19 ára og yngri í knattspyrnu sigraði jafnaldra sína frá Noregi 3:1 í æfingaleik í Svíþjóð.

Kristófer var í byrjunarliðinu, Bjarni Guðjón kom inn á af varamannabekknum  á 60. mínútu, þegar Kristófer fór út af, og Aron Ingi lék síðustu mínúturnar. Bjarni Guðjón gerði þriðja mark Íslands, sitt fyrsta fyrir Ísland í þriðja landsleiknum. Kristófer og Aron Ingi léku í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd í dag.

Bjarni Guðjón og Kristófer léku í allt sumar með meistaraflokki Þórs en Aron Ingi fyrri hluta leiktíðarinnar, áður en hann var seldur til Venezia á Ítalíu.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.