Fara í efni
Íþróttir

Karlalið SA vann stórsigur á Fjölni

Andri Már Mikaelsson, fyrirliði SA, fagnar einu af níu mörkum liðsins í stórsigri á liði Fjölnis, 9-1, í leik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið er enn ósigrað á toppi Hertz-deildarinnar í íshokkí eftir stórsigur á liði Fjölnis í dag, 9-1.

Leikurinn varð eiginlega aldrei spennandi sem slíkur. Fyrsta markið kom eftir tæplega fimm mínútna leik og tvö í viðbót áður en fyrsti leikhluti var hálfnaður. Heimamenn gerðu í raun út um leikinn í fyrsta leikhluta, skoruðu fjögur mörk gegn engu og bættu við tveimur í öðrum leikhluta áður en fyrsta og eina mark Fjölnis leit dagsins ljós.

Andri Már Mikaelsson, fyrirliði SA, skorar fimmta mark liðsins snemma í öðrum leikhluta eftir stoðsendingu frá Jóhanni Má Leifssyni (10). Hafþór Andri Sigrúnarson átti aðra stoðsendingu í markinu. Fyrirliði Fjölnis, Martin Simanek, og markvörðurinn Þórir Aspar, komu engum vörnum við. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sjöunda mark SA kom seint í öðrum leikhluta og tvo í viðbót í þeim þriðja, en það var annar af aldursforsetum SA, varnarmaðurinn Björn Már Jakobsson, sem skreytti kökuna með marki á lokamínútunni.

  • SA - Fjölnir 9-1 (4-0, 3-1, 2-0)

SA
Mörk/stoðsendingar: Baltasar Hjálmarsson 2/0, Unnar Hafberg Rúnarsson 2/0, Hafþór Andri Sigrúnarson 1/1, Andri Már Mikaelsson 1/1, Uni Steinn Blöndal Sigurðarson 1/0, Björn Már Jakobsson 1/0, Ormur Jónsson 1/0, Orri Blöndal 0/3, Jóhann Már Leifsson 0/2, Birkir Einisson 0/1, Daníel Ryan 0/1, Pétur Elvar Sigurðsson 0/1, Bjarmi Kristjánsson 0/1

Varin skot: Jakob Ernfelt Jóhannesson 22 (95,65%).
Refsingar: 26 mínútur.

Fjölnir
Mörk/stoðsendingar: Jóhann Kristjánsson 1/0, Mikael Atlason 0/1, Sölvi Egilsson 0/1.
Varin skot: Þórir Aspar 30 (76,92%)
Refsingar: 11 mínútur.

Leikskýrslan (ihi.is)

Næsti leikur SA varður gegn liði Íslandsmeistara SR í Skautahöllinni í Laugardal föstudaginn 27. október kl. 19:45.

Upptöku frá leiknum má sjá á YouTube-rásinni SA TV: