Fara í efni
Íþróttir

KA úti gegn HK, Þór fær Leikni í heimsókn

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA leikur gegn HK á útivelli og Þór fær Leikni úr Reykjavík í heimsókn í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar. Dregið var í hádeginu.

Drátturinn er svona; búið að bæta við leikdögum frá því fréttin var fyrst birt.

Miðvikudagur 17. maí

  • Þór - Leiknir kl. 18.00 á Þórsvellinum
  • FH - Njarðvík kl. 19.30

Fimmtudagur 18. maí - Uppstigningardagur

  • Stjarnan - Keflavík kl. 14.00
  • Valur - Grindavík kl. 14.00
  • Þróttur - Breiðablik kl. 16.00
  • HK - KA kl. 17.00 í Kórnum í Kópavogi
  • Víkingur R - Grótta kl. 17.00
  • Fylkir - KR kl. 19.30

Þórsarar unnu Knattspyrnufélag Fjallabyggðar 6:0 í 2. umferð keppninnar og Kára frá Akranesi í 3. umferð, 32-liða úrslitum, eftir vítaspyrnukeppni. KA-menn hófu leik í 32-liða úrslitunum og unnu þá lið Uppsveita úr Árnessýslu 5:0.