KA-menn byrjuðu með sigri á KR-ingum

KA sigraði KR 4:2 á heimavelli í dag í 23. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu – í fyrsta leik beggja liða í fimm leikja „framlengingu“ liðanna sex sem voru í neðri hlutanum, þegar deildinni var skipt í tvennt.
KA-menn eru efstir í neðri hlutanum og ættu að vera búnir að koma sér úr fallhættu með sigrinum. KR-ingar eru hins vegar í slæmum málum; þeir eru næst neðstir með 24 stig, stigi á eftir Akurnesingum. Afturelding er neðst með 22 stig. Tvö lið falla úr deildinni.
KR komst yfir snemma leiks þegar Aron Sigurðarson skoraði með glæsilegu skoti en KA jafnaði um miðjan hálfleikinn. Ingimar Torbjörnsson Stöle þrumaði þá að marki fyrir utan teig, boltinn small í stönginni, þaðan í höfuð Arnars Freyr Ólafssonar markvarðar og í netið. Það er því skráð sjálfsmark Arnars Freys.
Aron Sigurðarson skoraði aftur fyrir KR í lok fyrri hálfleiks en snemma í þeim seinni skoraði Birnir Snær Ingason tvívegis og í blálokin gerði Andri Fannar Stefánsson fjórða markið – eins og fjallað er um hér:
Meira um leik KA og KR síðar