Fara í efni
Íþróttir

Jakob Snær farinn úr Þór í KA – semur til 2024

Jakob Snær í leik með Þór gegn Fram síðasta sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Jakob Snær í leik með Þór gegn Fram síðasta sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Knattspyrnumaðurinn Jakob Snær Árnason, sem leikið hefur með Þór síðustu sjö ár, hefur samið við KA. Samningurinn er til næstu þriggja ára, út keppnistímabilið 2024. Jakob Snær er 24 ára Siglfirðingur. Hann á að baki 89 leiki með Þór í deildar- og bikarkeppni og hefur gert átta mörk.