Fara í efni
Íþróttir

Jaðar: Upptaktur að Íslandsmótinu

Sveit KPMG og Andrea Ýr Ásmundsdóttir, landsliðskona. Frá vinstri: Guðmundur Hermannsson, Andrea, Kolbeinn Friðriksson og Arnar Árnason. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmótið í golfi hefst á Jaðarsvelli á fimmtudaginn og stendur til sunnudags. Mikið verður um dýrðir þessa daga og í dag fer fram nokkurs konar upptaktur að þeirri miklu veislu sem framundan er, svokallað Pro - Am mót, sem er bæði skemmtilegt og mikilvæg fjáröflun fyrir Golfklúbb Akureyrar (GA) vegna Íslandsmótsins, að því er segir á heimasíðu klúbbsins.

Pro - Am mótið fer þannig fram að hver sveit er skipuð þremur fulltrúum fyrirtækis, sem kaupir sér aðgang að mótinu, og einum þátttakenda úr Íslandsmótinu. Sá er valinn af fulltrúum GA.

Ræst var út á öllum teigum í dag klukkan 13.00 og þá var meðfylgjandi mynd tekin af sveit KPMG sem hóf leik á fyrstu braut vallarins. 

Akureyri.net mun fylgjast grannt með gangi mála á Íslandsmótinu frá fimmtudegi til sunnudags.