Fara í efni
Íþróttir

Ísfold og Jakobína léku báðar í stórsigri

Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, burstaði Liechtenstein 8:0 í dag í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á næsta ári. Leikið er í Litháen. Tölurnar segja allt sem segja þarf, yfirburðir Íslands voru algjörir frá upphafi til enda.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir úr Þór/KA voru báðir í byrjunarliðinu og léku allan tímann. Riðillinn er leikinn í Litháen, Ísland mætir Færeyjum næsta föstudag og hefst leikurinn klukkan níu að morgni að íslenskum tíma. Hann verður sýndur beint á youtube.

Lið Litháens er það fjórða í riðlinum og síðasti leikur Íslands verður gegn heimastúlkum. Hann er næsta mánudagsmorgun og hefst einnig klukkan níu að morgni að íslenskum tíma.

Landsliðið fyrir leikinn í dag. Ísfold Marý er önnur frá vinstri í aftari röð, númer 14, og Jakobína við hlið hennar, númer 3.