Fara í efni
Íþróttir

Í dag: Þór - Hörður og KA/Þór - Afturelding

Þórsarinn Sigurður Ringsted Sigurðsson og Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Tveir handboltaleikir eru á dagskrá á Akureyri í dag, Þór tekur á móti Herði í næstu efstu deild karla, Grill 66 deildinni, og KA/Þór fær Aftureldingu í heimsókn í Olís deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins.

  • Þór - Hörður
    Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Íþróttahöllinni. Þórsarar hafa byrjað vel á Íslandsmótinu og eru jafnir Fjölnismönnum í efsta sætinu. Bæði lið hafa fagnað sigri í þremur leikjum og gert eitt jafntefli. Þór vann ungmennalið HK naumlega á útivelli í síðustu umferð en Hörður tapaði á heimavelli gegn ungmennaliði Fram.
  • KA/Þór - Afturelding
    Viðureign KA/Þórs og Aftureldingar fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 17.00. Leikurinn er liður í 6. umferð. Stelpurnar okkar í KA/Þór hafa verið í mótbyr í upphafi móts, hafa eitt stig og eru í neðsta sæti ásamt Stjörnunni. Afturelding er aðeins einu stigi fyrir ofan þannig að með sigri fer KA/Þór fyrir mótherja dagsins. KA/Þór tapaði með sex marka mun fyrir Haukum í Hafnafirði í síðustu umferð en Afturelding tapaði heima gegn Fram með níu marka mun.