Fara í efni
Íþróttir

Hundfúll að fá ekkert út úr leiknum

Hundfúll að fá ekkert út úr leiknum

Arnór Þór Gunnarsson gerði fjögur mörk úr sex skotum þegar Bergischer tapaði á heimavelli í gærkvöldi, 31:29, fyrir Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í handbolta.

„Ég er hundfúll að við skyldum ekki fá neitt út úr þessari viðureign. Þetta var hörkuleikur og reyndar mjög hart barist! En það má segja að við höfum tapað vegna þess að við gerðum fleiri mistök en leikmenn Berlínar,“ sagði Arnór við Akureyri.net í morgun.

Bergischer er rétt fyrir neðan miðja deild með sjö stig þegar átta leikjum er lokið.