Fara í efni
Íþróttir

Hræðilegur kafli varð Þórsurum að falli

Kolbeinn Fannar Gíslason, til hægri, var mjög öflugur í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsara töpuðu fyrir ÍR, 105:90, í Domino‘s deildinni í körfubolta – efstu deild Íslandsmótsins – í Reykjavík í gærkvöldi og eru því enn án stiga eftir fjórar umferðir.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og frammistaða Þórsara með miklum ágætum. Heimamenn í Breiðholtinu höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik, Þórsarar jöfnuðu strax í upphafi þriðja leikhluta en þá small allt í baklás hjá þeim og ÍR-ingar hreinlega völtuðu yfir gesti sína; unnu leikhlutann 31:16. Staðan að honum loknum var því 82:64. Ótrúlegur viðsnúningur og úrslitin því miður nánast ráðin.

Skorið í hverjum leikfjórðungi var sem hér segir: 25:23 – 26:25 – (51:48) – 31:16 - 23:26 (105:90)

Tölfræði leikmanna Þórs:

Srdjan Stojanovic 10 stig – 1 frákast – 4 stoðsendingar

Andrius Globys 6 stig – 8 fráköst – 1 stoðsending

Ivan Aurrecoechea Alcolado 24 stig – 17 fráköst – 4 stoðsendingar

Ragnar Ágústsson 4 stig – 5 fráköst – 2 stoðsendingar

Smári Jónsson 1 stig – 3 stoðsendingar

Dedrick Deon Basile 25 stig – 6 fráköst – 9 stoðsendingar

Kolbeinn Fannar Gíslason 16 stig – 2 fráköst – 3 stoðsendingar

Hlynur Freyr Einarsson 1 stig – 2 fráköst – 3 stoðsendingar

Ólafur Snær Eyjólfsson 3 stig

Páll Nóel Hjálmarsson – 1 frákast