Fara í efni
Íþróttir

Hnéskel úr lið – Nikola ekki meira með í sumar

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Nikola Kristinn Stojanovic, knattspyrnumaður í Þór, meiddist á æfingu liðsins í dag og ljóst er að hann leikur ekki meira með í sumar.

Hnéskel fór úr lið og Nikola var mjög kvalinn. Sjúkraflutningamenn sem komu í skyndi á staðinn komu skelinni á sinn stað á ný en leikmaðurinn ungi var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem í ljós kom við skoðun og myndatöku að hann er ekki brotinn. Nikola fer í segulómskoðum í næstu viku og þá fæst úr því skorið hvort liðbönd hafi skaddast.

Nikola, sem hefur leikið mjög vel í sumar, verður 22 ára síðar árinu.