Fara í efni
Íþróttir

Hildur Lilja fer frá KA/Þór til Aftureldingar

Hildur Lilja Jónsdóttir og Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar. Mynd: Afturelding

Handknattleikskonan Hildur Lilja Jónsdóttir er á leið frá KA/Þór til Aftureldingar í Mosfellsbæ, nýliða Olísdeildar kvenna. Hildur Lilja hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Þetta kemur fram á handboltavef Íslands, handbolti.is.

Hildur Lilja er nítján ára hefur leikið upp yngri flokkana og leikið með meistaraflokki KA/Þórs í Olísdeildinni undanfarin tvö keppnistimabil. Hún er örvhent og getur leikið bæði í hægra horni og í hægri skyttustöðunni.

Nánar hér á handbolti.is