Fara í efni
Íþróttir

Heiða Hlín og Eva Wium skrifa undir við Þór

Heiða Hlín Björnsdóttir, Daníel Andri Halldórsson þjálfari og Eva Wium Elíasdóttir. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Heiða Hlín Björnsdóttir og Eva Wium Elíasdóttir skrifuðu báðar undir samning við körfuknattleiksdeild Þórs í dag. Heiða Hlín gerði í liðinni viku munnlegt samkomulag við Þór um að leika með liðinu á komandi tímabili og í dag var þetta svo staðfest með undirritun samnings. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þar er einnig greint frá því að Eva Wium Elíasdóttir hafi ákveðið að snúa heim eftir tveggja ára fjarveru og mun hún spila með liðinu á komandi tímabili.

Eva Wium er uppalin hjá Þór, þótti snemma mjög efnileg og var aðeins 14 ára og 167 daga gömul þegar hún þreytti frumraun sína með meistaraflokki. Það var í leik gegn ÍR sem fram fór í íþróttahúsi Síðuskóla 14. október 2018. Leiknum lauk með sigri Þórs, 52:33.

Nánar hér á heimasíðu Þórs.