Fara í efni
Íþróttir

Hársbreidd frá sigri en tap í framlengingu

Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfri Þórs, leggur mönnum línurnar í einu leikhléinu í gær. Mynd af heimasíðu Þórs.

Þórsarar töpuðu fyrir Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í gær eftir framlengingu. Þeir voru þó aðeins hársbreidd frá sigri í venjulegum leiktíma; Smári Jónsson kom Þór tveimur stigum yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en Fjölnismenn jöfnuðu og fengu meira að segja tækifæri til að komast yfir, en tvö vítaskot þeirra geiguðu. Þórsarar fóru í sókn og komu sér í gott skotfæri undir körfunni, en hittu ekki. Fjölnir hafði svo vetur í framlengingunni, 99:93.

  • Skorið eftir leikhlutum: 19:25 – 32:23 – (51:48) – 15:18 – 20:20  – 86:86 13:7 – 99:93

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Þórsarar höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta, en Fjölnir náði þriggja stiga forskoti í lok fyrri hálfleiksins. Fjölnir náði mest tíu stiga forskoti, en Þórsarar unnu það upp og hnífjafnt í lok þriðja og fjórða leikhluta og því þurfti framlengingu.

Þórsarar lentu í villuvandræðum og meiðslum sem höfðu sitt að segja á lokakafla leiksins. Reynir Róbertsson fékk fjórar villur í fyrri hálfleik og spilaði því mun minna í seinni hálfleiknum en hann hefði ella gert. Harrison Butler meiddist í lok fjórða leikhluta og kom ekkert við sögu í framlengingunni. Reynir fékk sína fimmtu villu skömmu síðar og Smári fékk sína fimmtu villu snemma í framlengingunni, að því er segir á heimasíðu Þórs.

Hjá Þór var Jason Gigliotti atkvæðamestur með 21 stig og 18 fráköst, Harrison Butler með 21 stig, Smári 19 og Reynir 17.

Tölfræðin – stig, fráköst, stoðsendingar:

Jason Gigliotti 21/18/1, Harrison Butler 21/8/2, Smári Jónsson 19/4/4, Reynir Róbertsson 17/4/0, Baldur Örn Jóhannesson 11/9/3, Hákon Hilmir Arnarsson 3/1/3, Fannar Ingi Kristínarson 1/0/1, Róbert Orri Heiðmarssn þrjú fráköst.

Nánar hér á heimasíðu Þórs