Fara í efni
Íþróttir

Gríðarlega mikilvægur leikur hjá Þór/KA í dag

Leikmenn Þórs/KA fagna marki gegn Fylki á Þórsvellinum í fyrrasumar. Margrét Árnadóttur númer 7, Kar…
Leikmenn Þórs/KA fagna marki gegn Fylki á Þórsvellinum í fyrrasumar. Margrét Árnadóttur númer 7, Karen María Sigurgeirsdóttir lengst til hægri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA tekur á móti Fylki í efstu deild Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni, á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum) klukkan 18.00 í dag.

Leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur. Fylkir er í áttunda sæti deildarinnar með átta stig en Þór/KA í því níunda og næst neðsta með sjö stig. Öll lið deildarinnar hafa lokið átta leikjum.

Liðin skildu jöfn, 2:2, á Akureyri í fyrrasumar en Fylkir vann viðureignina í Reykjavík, 4:2.

Þór/KA gerði jafntefli við Val í Reykjavík í síðustu umferð, 1:1. Liðið lék vel á Valsvellinum og nær vonandi að sýna sitt rétta andlit aftur í dag. Með sigri gæti Þór/KA skotist upp í miðja deild, þótt það fari vissulega eftir úrslitum annar leikja kvöldsins. Stigin þrjú sem í boði eru í kvöld eru altjent gríðarlega dýrmæt.