Fara í efni
Íþróttir

Grátlegt tap Þórs/KA fyrir Stjörnunni

Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem kom inn í lið Þórs/KA á ný í kvöld, bíður eftir boltanum inni á teig ges…
Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem kom inn í lið Þórs/KA á ný í kvöld, bíður eftir boltanum inni á teig gestanna. Hulda Björg Hannesdóttir til vinstri, Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, til hægri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA tapaði 1:0 fyrir Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta, efstu deild Íslandsmótsins, í Boganum í kvöld. Akureyrarstelpurnar voru betri í leiknum en náðu þrátt fyrir það ekki að skapa sér verulega góð tækifæri til að skora. Allt stefndi í markalaust jafntefli en það var svo á lokasekúndunum sem gestirnir skoruðu; Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir þrumaði boltanum í netið af stuttu færi eftir hasar í teignum, þegar komnar voru 93 mínútur á klukkuna. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.