Fara í efni
Íþróttir

Glæsilegt mark Karenar og mjög mikilvægt

Markið í aðsigi. Colleen Kennedy bað um að fá boltann en Karen María hlustaði sem betur fer ekki á h…
Markið í aðsigi. Colleen Kennedy bað um að fá boltann en Karen María hlustaði sem betur fer ekki á hana í þetta skipti! Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Karen María Sigurgeirsdóttir gerði út um leik Þórs/KA og Tindatóls í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi með eina marki leiksins á 19. mínútu. Einkar vel var að verki staðið hjá Karen Maríu; hún fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Tindastóls, lék í átt að vítateignum og fór laglega framhjá varnarmanni áður hún lét vaða á markið, nokkrum metrum fyrir utan teig. Skotið var gott og boltinn skaust í vinstra markhornið niðri án þess að góður markvörður Tindastóls, Amber Kristin Michel, kæmi vörnum við.