Fara í efni
Íþróttir

Glæsilegir sigrar á KR, og Þór í Þorlákshöfn

Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði tvö mörk á KR-vellinum og Dedrick Deon Basile var frábær í Þorlákshöfn; besti maður vallarins. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Körfuboltalið Þórs og fótboltalið KA unnu glæsilega útisigra í kvöld!

KA-menn lögðu KR-inga að velli, 3:1, í Pepsi Max deildinni á KR-vellinum og eru því með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Á sama tíma gerðu Þórsarar sér lítið fyrir og unnu nafna sína í Þorlákshöfn, 108:103 í Domino's deildinni; Þorlákshafnarbúar hafa verið frábærir í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar en norðanmenn eru í gífurlegri baráttu um að komast í úrslitakeppnin. Sigur í kvöld var gríðarstórt skref að þeim áfanga, en aðeins umferð er eftir.

Þórsarar hófu líka leik í kvöld í Lengjudeildinni í fótbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins, léku vel en urðu að sætta sig við tap fyrir Gróttu, 4:3, í stórskemmtilegum leik á Seltjarnarnesi.

Smelltu hér til að lesa um leik KR og KA

Smelltu hér til að lesa um leik Þórs og Þórs í Þorlákshöfn

Smelltu hér til að lesa um Gróttu og Þórs