Íþróttir
Fyrstu mörk Söndru með Köln – MYNDBAND
26.09.2025 kl. 11:30

Sandra María Jessen og Marina Hegering, þrautreynd þýsk landsliðskona, sem er eins og klettur í vörn Kölnarliðsins. Mynd af Instagram reikningi kvennaliðs 1. FC Köln.
Sandra María Jessen, landsliðsframherji í knattspyrnu, var besti maður vallarins og gerði bæði mörk 1. FC Köln þegar liðið sigraði SGS Essen 2:1 á útivelli á miðvikudaginn, eins og akureyri.net greindi frá - sjá hér.
Stutt myndband af mörkunum hefur nú verið birt á Instagram reikningi félagsins. Leikurinn var í 4. umferð þýsku 1. deildarinnar, þetta voru fyrstu mörk Söndru Maríu eftir að hún gekk til liðs við Kölnarliðið í síðasta mánuði og fyrsti sigur liðsins í deildinni.
Smellið hér eða á myndina til að sjá myndbandið.