Fara í efni
Íþróttir

Fyrsti útisigur Þórsara á tímabilinu

Smári Jónsson í leik gegn Hrunamönnum. Hann skoraði 13 stig, tók sjö fráköst og átti þrjár stoðsendingar í sigrinum á Ármanni í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar unnu lið Ármanns í 1. deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Þetta er fyrsti útisigur Þórs á tímabilinu.

Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum, en í stöðunni 10-10 tóku Þórsarar góðan sprett og skoruðu 12 stig í röð á fjórum mínútum og staðan 10-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Sjö stiga munur var þegar fyrsta fjórðungi lauk, 20-27. Þórsarar létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta. Munurinn varð minnstur fimm stig í byrjun annars leikhluta og mestur 19 stig í fjórða leikhlutanum. Þórsarar sigruðu á endanum með 16 stiga mun.

  • Skorið eftir leikhlutum (20-27) (23-28) 43-55 (19-19) (22-26) 84-100

Jason Gigliotti og Reynir Róbertsson voru stigahæstir Þórsara með 24 og 22 stig. Jason og Baldur Örn Jóhannesson tóku báðir 11 fráköst. Til að skoða ítarlega tölfræði leiksins, smellið hér

  • Þórsarar; stig - fráköst - stoðsendingar:
  • Jason Gigliotti 24 - 11 - 2
  • Reynir Róbertsson 22 - 7 - 4
  • Harrison Butler 16 - 6 - 9
  • Smári Jónsson 13 - 7 - 3
  • Páll Nóel Hjálmarsson 9 - 0 - 0
  • Michael Walcott 5 - 1 - 0
  • Hákon Hilmir Arnarsson 4 - 0 - 0
  • Andri Már Jóhannesson 3 - 0 - 0
  • Baldur Örn Jóhannesson 2 - 11 - 2
  • Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 2 - 1 - 0

Eftir sigurinn í gær eru Þórsarar í 8. sæti deildarinnar, hafa unnið þrjá leiki af níu.