Fara í efni
Íþróttir

Framhaldið óljóst hjá Valþóri Atla

Valþór Atli sækir að vörn ÍBV í Höllinni fyrr í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Valþór Atli sækir að vörn ÍBV í Höllinni fyrr í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Enn er óljóst hvert framhaldið verður hjá Valþóri Atla Guðrúnarsyni, leikmanni handboltaliðs Þórs, eftir að hann fór úr axlarlið gegn Val í vikunni. Hann sagði Akureyri.net í morgun að ekki væri búið að mynda öxlina þar sem hún væri enn mjög bólgin. Því er ekki vitað hvort Valþór þarf í aðgerð. Hann kveðst hins vegar byrjaður í meðferð hjá sjúkraþjálfara og verða næstu daga.