Fara í efni
Íþróttir

Frábær frammistaða Tryggva - MYNDBAND

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, var frábær þegar Casademont Zaragosa vann Urbas Fuenlabrada, 105:85, í spænsku 1. deildinni á laugardagskvöldið, ACB deildinni, eins og fram kom á Akureyri.net þá.

Tryggvi gerði 24 stig í leiknum og tróð boltanum m.a. sex sinnum í körfu mótherjanna; auk þess tók hann 9 fráköst, varði 3 skot og átti 2 glæsilegar stoðsendingar.

Þetta var líklega besta frammistaða Tryggva síðan hann gekk til liðs við félagið, hann hefur í það minnsta aldrei skorað jafn mikið í deildinni og var nálægt því að jafna íslenska stigametið í ACB deildinni, skv. því sem Vísir greindi frá í morgun. Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í þessari bestu landsdeild Evrópu en Jón Arnór Stefánsson er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik – hann gerði 28 stig, einmitt fyrir Zaragosa, gegn Rio Monbus Obra fyrir rúmlega sjö árum, að sögn Vísis. Jón er eini Íslendingurinn sem hafði gert 20 stig eða meira í deildinni.

Myndband af frammistöðu Tryggva má sjá með því að smella HÉR