Fara í efni
Íþróttir

Fetar Rut í fótspor eiginmannsins?

Handboltahjónin Ólafur Gústafsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir ásamt syninum Gústafi áður en pabbinn hélt suður í gær til að spila í undanúrslitunum. Rut verður í eldlínunni í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór leikur við Fram í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppninnar í handbolta í dag. KA-menn komust í gær í úrslitaleik karlakeppninnar með sigri á Selfyssingum í hörkuleik. Ólafur Gústafsson er leikmaður og eiginkona hans, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, verður í eldlínunni með KA/Þór í kvöld. Spennandi verður að sjá hvort þau hjón leika bæði til úrslita á laugardaginn!

KA/Þór og Fram hafa mæst fjórum sinnum á þessu keppnistímabili – þótt einn leikjanna hafi í raun talist til tímabilsins þar á undan, úrslitaleikur bikarkeppninnar. Framarar hafa sigrað þrisvar í vetur en Stelpurnar okkar einu sinni. 

  • Meistarakeppni HSÍ, KA/Þór - Fram 21:28
  • Úrslitaleikur bikarkeppninnar: KA/Þór - Fram 27:20
  • Íslandsmótið: Fram - KA/Þór 27:25
  • Íslandsmótið: KA/Þór - Fram 20:21

„Við höfum tapað þrisvar fyrir Frömurum í vetur þannig að kominn er tími til að vinnum þær. Við ætlum að gera það í kvöld,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, við Akureyri.net. Viðtal við Andra verður birt síðdegis.

Leikur KA/Þórs og Fram hefst klukkan 18.00 í dag og verður í beinni útsendingu á RUV 2.