Fara í efni
Íþróttir

Enn eitt gullkvöldið hjá SA - MYNDIR

Rúnar Eff Rúnarsson, þjálfari SA, var vökvaður vel að leikslokum eins og íshokkímanna er siður! Ljós…
Rúnar Eff Rúnarsson, þjálfari SA, var vökvaður vel að leikslokum eins og íshokkímanna er siður! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Skautafélags Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí gærkvöldi, eins og greint var frá á Akureyri.net, eftir 3:0 sigur á Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann þar með þrjá fyrstu úrslitaleikina, sem mest gátu orðið fimm, og Íslandsbikarinn fór á loft. Akureyringar fögnuðu að vonum mikið - gleðin leynir sér ekki á myndunum í syrpunni.