Fara í efni
Íþróttir

Enn eitt gullkvöldið hjá SA - MYNDIR

Rúnar Eff Rúnarsson, þjálfari SA, var vökvaður vel að leikslokum eins og íshokkímanna er siður! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Skautafélags Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí gærkvöldi, eins og greint var frá á Akureyri.net, eftir 3:0 sigur á Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann þar með þrjá fyrstu úrslitaleikina, sem mest gátu orðið fimm, og Íslandsbikarinn fór á loft. Akureyringar fögnuðu að vonum mikið - gleðin leynir sér ekki á myndunum í syrpunni.