Fara í efni
Íþróttir

Einvígi Þórsliðanna hefst í Þorlákshöfn

Júlíus Orri Ágústsson og Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, þegar Júlíus gerði n…
Júlíus Orri Ágústsson og Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, þegar Júlíus gerði nýjan samning í vikunni. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Fyrsti leikur Þórsliðsins í átta liða úrslitum Domino's deildarinnar í körfubolta verður í Þorlákshöfn í kvöld, gegn Þórsurunum þaðan. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Þorlákshafnarliðið varð í öðru sæti í deildinni en Strákarnir okkar í því sjöunda.

Akureyrar-Þórsarar unnu frækinn sigur í Þorlákshöfn á dögunum og spennandi verður að sjá hvort þeir ná að fylgja þeirri frábæru frammistöðu eftir. 

Litháinn Adomas Drungilas, leikmaður Þorlákshafnarliðsins var úrskurðaður í þriggja leikja bann í vikunni og verður því fjarri góðu gamni, og hjá Strákunum okkar vantar leikstjórnandann Dedrick Basile sem tekur út eins leiks bann. Júlíus Orri Ágústsson er góðu heilli orðinn leikfær á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla og verður mikilvægur þótt hann sé ekki kominn í bestu mögulegu leikæfingu.