Fara í efni
Íþróttir

Drottningarlegar móttökur - MYNDIR

Íslandsmeistararnir Matea Lonac, Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Martha Hermannsdóttir á Akureyrarflu…
Íslandsmeistararnir Matea Lonac, Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Martha Hermannsdóttir á Akureyrarflugvelli í kvöld. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Gulldrottningarnar í KA/Þór, nýbakaðir Íslandsmeistarar í handbolta, fengu frábærarar móttökur á Akureyrarflugvelli þegar þær komu heim með bikarinn í kvöld. Slökkvilið flugvallarins sprautaði yfir Icelandair vélina þegar hún ók heima að flugstöðinni, stelpunum til heiðurs, og móttökusalur flugstöðvarinnar var troðfullur þegar hetjurnar gengu þar inn, enn klæddar keppnisbúningunum, þreyttar en sælar og brosandi út að eyrum.