Fara í efni
Íþróttir

Drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu tilbúin

KA-maðurinn Þorri Mar Þórisson, Jakobína Hjörvarsdóttir leikmaður Þórs/KA og Þórsarinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Efsta deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, Besta deildin, hefst 10. apríl í vor og Besta deild kvenna hefst 25. apríl, skv. drögum sem birt hafa verið á vef Knattspyrnusambands Íslands. Keppni í Lengjudeildinni, næst efstu deild karla, hefst laugardaginn 6. maí skv. sömu drögum.

Leikir Akureyrarliðanna þriggja í fyrstu tveimur umferðunum og tveimur síðustu (fyrir „úrslitakeppni“) eru sem hér segir:

Besta deild karla

  • Mánudag 10. apríl KA – KR (annar í páskum)
  • Laugardag 15. apríl ÍBV – KA
    ...
  • Sunnudag 27. ágúst KA – Stjarnan
  • Sunnudag 3. september Fylkir – KA

Fimm leikja hrina sex efstu liða hefst 17. september og Íslandsmeistarar verða krýndir laugardaginn 7. október.

Smellið hér til að sjá drög að allri Bestu deild karla

Besta deild kvenna

  • Miðvikudag 26. apríl Stjarnan – Þór/KA
  • Mánudag 1. maí Þór/KA – Keflavík
    ...
  • Sunnudag 20. ágúst Selfoss – Þór/KA
  • Sunnudag 27. ágúst Þór/KA – Tindastóll

Í fyrri hluta mótsins er leikin hefðbundin tvöföld umferð, heima og að heiman, eins og hingað til. Í seinni hluta mótsins er keppni skipt í tvo hluta; sama fyrirkomulag og tekið var upp í Bestu deild karla í sumar sem leið. Í efri hlutanum leika efstu sex félögin einfalda umferð um sigur í mótinu og um tvö Evrópusæti. Í neðri hlutanum leika félögin fjögur sem enduðu í sætum 7 til 10, einfalda umferð um að forðast fall.

Smellið hér til að sjá drög að allri Bestu deildinni

Lengjudeild karla

  • Laugardag 6. maí Þór – Vestri
  • Föstudag 12. maí Afturelding – Þór
    ...
  • Laugardag 9. september Grótta – Þór
  • Laugardag 16. september Þór – Grindavík

Breyting verður líka á fyrirkomulagi Lengjudeildar karla næsta sumar. Efsta lið deildarinnar vinnur sér rétt til þátttöku í Bestu deildinni sumarið 2024 og félög í 2. til 5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í deild þeirra bestu.

Smellið hér til að sjá drög að allir Lengjudeildinni.