Fara í efni
Íþróttir

Bikarvika – Þórsarar ríða á vaðið í kvöld

Jewook Woo og Kristófer Kristjánsson fagna jöfnunarmarki þess fyrrnefnda undir lok leiksins gegn Gri…
Jewook Woo og Kristófer Kristjánsson fagna jöfnunarmarki þess fyrrnefnda undir lok leiksins gegn Grindavík á Íslandsmótinu á föstudagskvöldið. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Akureyrarfélögin hefja leik í Mjólkurbikarkeppninni í knattspyrnu í vikunni. Þórsarar ríða á vaðið í kvöld þegar þeir mæta liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli.

Leikir vikunnar eru þessir:

  • Þriðjudagur Dalvík/Reynir - Þór klukkan 19.45
  • Fimmtudagur KA - Reynir Sandgerði 16.00
  • Laugardagur Þór/KA - Haukar klukkan 14.00

Leikir karlaliðanna eru í 32 liða úrslitum en leikur Þórs/KA í 16 liða úrslitum.

  • Viðureign KA og Reynis verður vígsluleikur nýja gervigrasvallarins við KA-heimilið.