Fara í efni
Íþróttir

Bikarleikur Þórs gegn Stjörnunni í dag

Kolbeinn Fannar Gíslason og félagar í Þórsliðinu mæta bikarmeisturum Stjörnunnar í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar mæta Stjörnunni í dag klukkan 15.00 í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta, VÍS bikarnum. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri.

„Verkefni Þórs að þessu sinni í bikarnum er af stærri gerðinni en Stjarnan eru ríkjandi bikarmeistarar. Stjarnan er með feikna gott lið í ár eins og mörg undanfarin ár. Því má segja með sanni að Þór hefði ekki geta fengið sterkari andstæðing en Stjarnan hefur leikið tvo leiki í deildinni en liðið sigraði Íslandsmeistarana í fyrstu umferð en í annarri umferð kom tap gegn Keflavík,“ segir á heimasíðu Þórs.

Í leikmannahópi Stjörnunnar er fyrrverandi fyrirliði Þórs, Júlíus Orri Ágústsson, sem gekk til liðs við Garðabæjarliðið í sumar eftir einn vetur í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Þórsarar hafa ekki byrjað vel í næst efstu deild í haust. Þeir eru á botninum, hafa tapað öllum fjórum leikjunum.