Fara í efni
Íþróttir

Barist um gullið og sæti í 2. deild HM að ári

Uni Steinn Sigurðarson Blöndal og félagar í landsliðinu mæta Ísraelsmönnum í dag og þá kemur í ljós hvor þjóðin flyst upp í 2. deild. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Íslendingar etja kappi við Ísraelsmenn í dag í Skautahöllinni á Akureyri, í síðasta leik A-riðils 3. deildar heimsmeistaramóts 18 ára og yngri í íshokkí. Um úrslitaleik er að ræða því annað hvort þessara liða vinnur sér sæti í 2. deild og stendur Ísland betur að vígi.

Íslenska liðið er það eina sem unnið hefur alla fjóra leikina til þessa. Ísraelsmenn töpuðu óvænt fyrir Bosníu og Herzegóveníu og þurfa að sigra í dag til að vinna riðilinn. Íslendingum nægir hins vegar jafntefli eftir hefðbundinn leiktíma til að tryggja sér sæti í 2. deild. Verði jafnt eftir leikhlutana þrjá ræður sú staða úrslitum. Engu að síður yrði gripið til vítakeppni til að fá knýja fram úrslit leiksins en þótt Ísraelsmenn hefðu betur þar færi Ísland með sigur af hólmi í riðlinum.

Leikur Íslands og Ísrael hefst kl. 18.00 og er ástæða til að hvetja Akureyringa til að flykkjast í skautahöllina og hvetja  íslenska liðið til dáða

Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri. Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.

Það er búin að vera sannkölluð hokkíveisla alla vikuna og verður í allan dag. Tyrkland og Bosnía mætast núna kl. 11:00 og Mexíkó og Lúxemborg mætast kl. 14:30.