Fara í efni
Íþróttir

Baráttan um gullið hefst í kvöld í Skautahöllinni

Andri Mikaelsson fyrirliði SA og Helgi Páll Þórisson, formaður Íshokkísambands Íslands, þegar Akureyringar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í lok síðasta mánaðar. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
Úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí, Hertz-deildarinnar, hefst í kvöld með viðureign Víkinga, liðs Skautafélags Akureyrar, og Skautafélags Reykjavíkur. Leikurinn hefst kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.
 
Akureyringu urðu deildarmeistarar og byrja því á heimavelli. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn og verður dagskráin sem hér segir:
 
  • Leikur 1 – þriðjudag 21. mars á Akureyri kl. 19:30
  • Leikur 2 – fimmtudag 23. mars í Reykjavík kl. 19:45
  • Leikur 3 – sunnudag 26. mars á Akureyri kl. 16:45
Ef liðin þurfa að mætast oftar:
 
  • 4. leikur – þriðjudag 28. mars í Reykjavík
  • 5. leikur – fimmtudag 30. mars á Akureyri
Akureyri.net hvetur að sjálfsögðu alla sem vettlingi geta valdið að mæta á leikina og hvetja Skautafélag Akureyrar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í þessari stórskemmtilegu íþrótt.