Fara í efni
Íþróttir

Aron Snær kominn einu höggi fram úr Hlyni

Aron Snær Júlíusson úr GKG er kominn með eins höggs forystu þegar Íslandsmótið er hálfnað. Hér er ha…
Aron Snær Júlíusson úr GKG er kominn með eins höggs forystu þegar Íslandsmótið er hálfnað. Hér er hann á 18. flöt eftir að keppni lauk í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Aron Snær Júlíusson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, lék Jaðarsvöll á fjórum höggum undir pari í dag, á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins. Hann hefur því tekið forystuna, er einu höggi á undan Hlyni Bergssyni, klúbbfélaga sínum, sem var efstur eftir fyrsta dag. Mótið er hálfnað.

Hlynur lék holurnar 18 á 66 höggum í gær, fimm undir pari, en fór á 72 höggum í dag. Aron Snær lék á 70 höggum í gær en 67 í dag, fjórum undir pari. Hlynur hefur því notað alls 138 högg en Aron Snær 137. Næstu menn, Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss, eru á 141 höggi. Akureyringurinn Tumi Hrafn Kúld og þrír aðrir eru á 142 og Lárus Ingi Antonsson, Akureyrarmeistari, er á 143 höggum.

Smellið hér til að sjá tölfræði allra keppenda.