Fara í efni
Íþróttir

Arnór Þór hafði betur í baráttu við Odd

Arnór Þór Gunnarsson og Oddur Gretarsson á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði. Ljósmynd: Ívar Benedik…
Arnór Þór Gunnarsson og Oddur Gretarsson á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði. Ljósmynd: Ívar Benediktsson/handbolti.is

Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson leikur með, sigraði Odd Gretarsson og félaga í Balingein-Weilstetten 30:22 í efstu deild Þýskalands í handbolta í gærkvöldi. Arnór Þór gerði eitt mark í leiknum, úr víti, en Oddur skoraði fimm, þar af þrjú af vítalínunni.

Arnór og félagar eru í sjöunda sæti deildarinnar sem stendur með 20 stig eftir 18 leiki en Oddur og samherjar hans eru hin vegar í 16. sæti af 20, með 11 stig að loknum 18 leikjum. Flensburg Handewitt er efst með 30 stig, þegar keppni er um það bil hálfnuð.