Fara í efni
Íþróttir

Annar sigur KA/Þórs í Olís deildinni í vetur

Hildur Lilja Jónsdóttir gerði fimm mörk gegn Selfyssingum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þ​ór vann Sel­foss 27:22 í dag í KA-heimilinu í 4. um­ferð Olís deild­ar kvenna, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Stelpurnar okkar eru þar með komnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki.

KA/Þór náði mest fjögurra marka forystu í hálfleik en munurinn var þrjú mörk að honum loknum, 16:13. Gestirnir minnkuðu muninn niður í eitt mark snemma í seinni hálfleik en þegar leikmenn KA/Þórs spýttu í lófana á ný varð ekki aftur snúið og sigurinn var öruggur.

Mörk KA/Þ​órs: Júlía Björns­dótt­ir 5, Hild­ur Lilja Jóns­dótt­ir 5, Aþena Ein­v­arðsdótt­ir 4, Lydía Gunnþórs­dótt­ir 3, Krist­ín Aðal­heiður Jó­hanns­dótt­ir 3, Unn­ur Ómars­dótt­ir 3, Nathalia Soares Bali­ana 2, Rut Jóns­dótt­ir 2. Matea Lonac varði 13 skot.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.