Fara í efni
Íþróttir

Aldís valin – Brynjar er lítillega meiddur

Brynjar Ingi Bjarnason og Aldís Ásta Heimisdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Brynjar Ingi Bjarnason og Aldís Ásta Heimisdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Brynjar Ingi Bjarnason, KA-maðurinn ungi sem hefur fest sig í sessi í byrjunarliði landsliðsins í fótbolta, fór meiddur af velli í hálfleik í gær þegar Ísland gerði jafntefli við Armeníu. Hann fann fyrir eymslum í nára og ekki liggur ljóst fyrir hvort hann verður klár í slaginn þegar Ísland mætir Liechtenstein í Laugardalnum á mánudaginn.

Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður Íslandsmeistaraliðs KA/Þórs í handbolta, verður með landsliðinu á morgun þegar það mætir Serbum í undankeppni HM á Ásvöllum. Vefurinn handbolti.is greinir frá því í dag að Aldís hafi verið kölluð inn í hópinn í stað Lovísu Thompson, sem meiddist gegn Svíum í vikunni. Þetta verður fyrsti landsleikur Aldísar Ástu.

Nánar hér á handbolti.is