Fara í efni
Íþróttir

Aldís Kara sýndi listir sínar – MYNDIR

Aldís Kara Bergsdóttir í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Akureyringurinn Aldís Kara Bergsdóttir, sem í janúar varð fyrsti Íslendingurinn til að keppa í listhlaupi á skautum á Evrópumeistaramóti, sýndi listir sínar í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Hún steig fram á svellið í fyrra leikhléi viðureignar SA Víkinga og SR; fyrsta úrslitaleiksins um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla. Fjölmenn var í húsinu og fögnuðu áhorfendur Aldísi Köru innilega eftir glæsilega sýningu.