Fara í efni
Íþróttir

Akureyri á skilið að við förum áfram!

Ivan Aurrecoechea Alcolado, til vinstri, og Dedrick Deon Basile. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Ivan Aurrecoechea Alcolado, til vinstri, og Dedrick Deon Basile. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

„Við vinnum! Akureyri á það skilið að við komumst áfram – við vinnum heimaleikinn og svo fimmta leikinn í Þorlákshöfn,“ sagði miðherji Þórsliðsins í körfubolta, Spánverjinn Ivan Aurrecoechea Alcolado, þegar Akureyri.net ræddi við hann og bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um viðureign kvöldsins í úrslitakeppninni. Þórsarar taka þá á móti nöfnum sínum úr Þorlákshöfn klukkan 18.15 í Höllinni.

Frábær sóknarleikur

Þetta er þriðji leikur liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þorlákshafnarbúar hafa unnið tvo heimaleiki og Strákarnir okkar einn lék á Akureyri. Ivan, Dedrick og félagar verða að vinna í kvöld til að möguleiki verði enn fyrir hendi á að þeir komist í undanúrslitin. Þrjár leiki þarf til að komast áfram svo sigri Þórsarar úr Þorlákshöfn í kvöld fara þeir í undanúrslit. Síðasti leikur, í Þorlákshöfn á sunnudaginn, fór 109:104 fyrir heimamenn.

„Við vorum mjög nálægt því að vinna síðasta leik, en gáfum of mikið eftir í lokin. En sóknarleikur beggja var frábær í heildina,“ sagði Dedrick. Heimanenn skoruðu þá úr 18 þriggja stiga körfum en Akureyrar-Þórsarar úr 16! Ótrúleg skotsýning.

Ætla að sýna að ég sé bestur

Litháinn Adomas Drungilas, aðal miðherji Þorlákshafnarliðsins – stóri maður liðsins – snýr aftur í kvöld eftir þriggja leikja bann og Ivan er ánægður með það. „Hann er góður leikmaður, með mikla reynslu úr sterkum deildum í Evrópu og það er betra að spila á móti stórum manni en að tveir eða jafnvel þrír séu að verjast manni í einu. Stærðar- og þyngdarmunurinn gerir það líka oft að verkum að dómurunum finnst ég brjóta af mér þótt það sé ekki svo,“ segir Ivan. „Það er því betra – og mér finnst það skemmtilegra – að eiga við miðherja sem býr yfir svipuðum krafti og keppnisvilja og ég. Og ég ætla mér að sýna að ég sé besti stóri maðurinn í deildinni!“

Dedrick aftur á móti er yfirleitt í mikilli baráttu við Larry Thomas, leikstjórnanda gestliðsins í kvöld. „Það er frábær barátta og allt í góðu á milli okkar. Mér finnst gaman að mæta leikmönnum sem eru jafn ákafir og miklir keppnismenn og ég.“

Thomas hefur verið frábær með Þór en þegar blaðamaður nefnir við Dedrick að tölfræði hans sé enn betra er hann fljótur að bregðast við: „En hann hefur unnið fleiri leiki!“ Verkefni kvöldsins er að sigurleikjum Thomas fjölgi ekki í kvöld og ekki á föstudaginn – þegar fimmti leikurinn fer fram ef þess þarf með.

Spila væntanlega öðruvísi

Dedrick eru jafn viss og Ivan að þeir fari með sigur af hólmi í kvöld. „Það breytir töluverðu að Drungilas kemur aftur inn í liðið hjá þeim; fyrst þeir verða með svo stóran mann í leiknum nálgast þeir verkefnið væntanlega öðruvísi en til þessa, þeir reyna að nota hann sem mest og ég vona að það komi okkur til góða. Ég vona að það hægji á leiknum,“ segir hann.

„Við mætum til leiks af fullum krafti, við getum spilað mjög vel sem lið og munum gefa allt sem við getum í leikinn,“ segir Dedrick og Ivan botnar: „Við ætlum að gefa Akureyri þar sem bærinn á skilið: að Þór komist áfram í keppninni og ég er alveg sannfærður um að okkur tekst það.“

  • Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport