Fara í efni
Íþróttir

Afhroð á Egilsstöðum; 25 stiga tap Þórsara

Ivan Aurrecoechea Alcolado var eini Þórsarinn sem var nærri sínu besta í kvöld; gerði 27 stig í kvöld og tók 15 fráköst. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsliðið í körfubolta kom heldur betur niður á jörðina í kvöld, eftir tvo glæsilega sigra á síðustu dögum í Domino's deildinni, þegar það steinlá fyrir nýliðum Hattar á Egilsstöðum. Úrslitin urðu 95:70.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi var sem hér segir: 18:15 – 32:16 – (50:31) – 31:22 – 14:17 (95:70)

Þórsarar voru heillum horfnir í kvöld og frammistaðan gífurleg vonbrigði, eftir að síðustu leikir gáfu fögur fyrirheit. Eftir jafnan fyrsta leikhluta sáu Þórsarar varla til sólar í tveimur næstu, eins og tölurnar bera með sér. Staðan fyrir síðasta leikhluta var 81:53 og úrslitin ráðin.

Miðjherjinn Ivan Aurrecoechea var eini Þórsarinn sem lék af eðlilegri getu. Flestir hinna voru langt frá sínu besta og verða að líta hressilega í spegil fyrir næsta leik. Frammistaðan í kvöld var í stuttu máli sagt óboðleg.

  • Ivan Aurrecoechea Alcolado 27 stig – 15 fráköst (7 í sókn, 8 í vörn)
  • Dedrick Deon Basile 14 stig – 3 fráköst (0/3) – 7 stoðsendingar –
  • Ohouo Guy Landry Edi 9 stig – 5 fráköst (1/4) – 1 stoðsending
  • Andrius Globys 8 stig – 2 fráköst (1/1)
  • Srdjan Stojanovic 2 stig – 6 fráköst (1/5) – 1 stoðsending
  • Kolbeinn Fannar Gíslason 5 stig – 1 frákast (0/1)
  • Ragnar Ágústsson 3 stig – 1 frákast (0/1)
  • Ólafur Snær Eyjólfsson 2 stig
  • Hlynur Freyr Einarsson 2 fráköst (2/0) – 1 stoðsending

Smellið hér til að lesa mjög góða umfjöllun Gunnars Gunnarssonar á Vísi.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.