Fara í efni
Fréttir

Vinna hafin við keppnisvöll KA

Rósa María Hjálmarsdóttir, leikmaður 4. flokks KA í knattspyrnu, og Mikael Breki Þórðarson, sem leik…
Rósa María Hjálmarsdóttir, leikmaður 4. flokks KA í knattspyrnu, og Mikael Breki Þórðarson, sem leikur með 3. flokki, tóku fyrstu skóflustungurnar í morgun. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Vinna hófst í morgun við framtíðar keppnisvöll KA í knattspyrnu þegar fyrstu skóflustungarnar voru teknar á svæði félagsins við Dalsbraut. Tveir ungir knattspyrnumenn í KA voru þar að verki; fyrst Rósa María Hjálmarsdóttir, sem leikur í 4. flokki, og síðan Mikael Breki Þórðarson, leikmaður 3. flokks.

Keppnisvöllurinn, lagður gervigrasi, verður vestan við íþróttahús félagsins og stúka reist þar á milli. Fyrsti hluti verksins er sá að grafið verður fyrir vallarstæðinu og farg sett þar, sem látið verður síga í nokkra mánuði. Að því loknu verður hafist handa við að grafa grunn fyrir áhorfendastúku austan við vallarstæðið.

„Merkileg tímamót og framfaraskref“

Breyttar hugmyndir um íþróttasvæði KA

Rósa María Hjálmarsdóttir, leikmaður 4. flokks KA í knattspyrnu, tekur fyrstu skóflustunguna að framtíðar keppnisvelli félagsins.

Verktakinn, Hjálmar Guðmundsson, leiðbeinir Mikael Breka Þórðarsyni áður en hann tók skóflustungu í morgun.

Mikael Breki Þórðarson leggur sitt af mörkum svo hægt sé að hefjast handa fyrir alvöru!