Fara í efni
Fréttir

Vilja brenna úrgang til orkuframleiðslu

Vilja brenna úrgang til orkuframleiðslu

Tveir sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins, annar á Akureyri og hinn í Fjarðabyggð, skora á sveitarfélög á Norður- og Austurlandi að taka höndum saman og kanna hagkvæmni þess að stofna félag er hefði það að markmiði að koma upp úrgangsbrennslu til orkuframleiðslu.

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður skipulagsráðs, og Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, birta þessa áskorun í grein sem birtist á Akureyri.net fyrr í kvöld.

„Sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi á Norður- og Austurlandi þekkir ekki annað en að sorp sé flokkað og hefur staðið sig vel í því. En til hvers að flokka þegar helmingurinn af sorpinu er svo keyrður um langan veg og urðaður með tilheyrandi kostnaði og mengun fyrir sveitarfélög og íbúa þeirra?“ spyrja þeir Þórhallur og Ragnar.

Þeir segja til mikils að vinna.

Smellið hér til að lesa grein Þórhalls og Ragnars.